21.3.03

Og svo ég tali nú meira um anorexíu...

...þá hef ég ekkert haft update á heilsuátakinu mínu....sem átti reyndar bara að endast fram yfir árshátíð því ég keypti dress sem var svona í þrengsta lagi og mig langaði ekki að líta út eins og fíll í fiskibolludós þannig að ég tók mig á og það virkaði svona líka vel...4 kíló á 4 vikum...frekar stolt af því...og núna er ég svona eiginlega haldin áfram en samt ekki af alveg eins mikilli hörku...ég fer alveg jafn oft að æfa en ég borða kannski aðeins meira...samt ekki...fle fle fle...ég var einmitt að fatta það að í venjulegri viku þá fer ég á æfingu 10 sinnum í viku! Er það heilbrigt?! Fussumsvei ég held barasta ekki...

...eeeeen núna er The Bachelor búinn...og ég var kannski ekkert úber spennt yfir þættinum í gær því hann var búnað losa sig við mína stúlku sem var hún yndisfagra og glæsilega Gwen...snöööökt...þannig að valið stóð á milli dökkhærðu þokkadísinnar Helene og geðsjúka Suðurríkjabúans Brooke...og ég hélt með hvorugri...en af tvennu illu valdi ég þó Helene og viti menn...hann bað hennar og læti...æjjji voðalega krúttlegt og það er nú hjónasvipu með þeim...voðalega mikið ævintýri...þessi þáttur er eins og sniðinn fyrir einhleypar stúlkur eins og mig ha ha ha...en þetta er mest tjísí þáttur sem ég hef séð á ævinni en ég held samt að það eigi eftir að toppa hann eftir viku þegar The Bachelorette fer í sýningu...how sad is that? Þessi Trista tapaði í fyrra í The Bachelor og núna er hún í The Bachelorette...greyið stúlkan...samt ekki...núna fær hún að möndla 25 gaura á meðan ég fæ að möndla...tja...ekki neitt....
Stay black

Engin ummæli: