18.3.03

Og ég er að spá í að...

...hætta að blogga...hvernig líst ykkur á það? Einhver hugdetta hjá mér í dag...kannski útaf því að dagurinn er ekki búinn að vera sá besti hver veit...kannski skipti ég um skoðun á morgun...kannski ekki...kannski verður ekkert blogg hér í fyrramálið...hver veit...life´s full of surprises..

...eeen ég er búin að eyða síðasta klukkutímanum eða svo að skanna inn myndir frá Köben og þær má nálgast hér ... skannaði ekki einu sinni helminginn af myndunum því mar vill nú ekki vera að þreyta fólk með useless myndum...reyni svona að velja þær skemmtilegustu úr...en djöfull er nú annars leiðinlegt að skanna inn ...meeen ó meeen...je je ég veit...fá sér digital...ég bara er ekki mikil tölvumanneskja og ég vil miklu frekar taka einhverjar useless myndir og borga fyrir þær og eiga allar heldur en að geta bara ýtt smá á delete og voila...öll heimskupör kvöldsins farin...ég vil endilega eiga mín heimskupör á mynd og geta dást að þeim seinna...svo á mar líka alltaf sjéns ef manni líkar ekki við einhvern á myndinni að rífa hana ha ha ha...þó ég hafi nú ekki lagt það í vana minn þá er það örugglega ágætisútrás...
Stay black

Engin ummæli: