21.3.03

Og núna er ég búin að vera....

...símalaus síðan á þriðjudag og það er alveg hræðilegt! Djöfull er maður orðinn háður þessu...mér líður eins og ég sé ekki í neinum tengslum við umheiminn því það eru svo margir sem vita bara gsm-símann minn...og það svo sem er ekkert skárra að vita heimasímann minn því ef ég er ekki í vinnunni þá er ég í ræktinni eða í ljósum eða bara einhvers staðar annars staðar en heima...ha ha ha...þannig að ég er mjöööög svo antí sósjal at the moment...þið verðið bara að fyrirgefa mér það...en hún Katrín krútt ætlar kannski að lána mér síma í dag svona þangað til að ég fer út að minnsta kosti...bara bögg að þessi helvítis ericsson símadrusla save-ar símanúmer inná sjálfan símann þegar kortið er fullt þannig að ég á einhver 40-50 símanúmer inná síma sem ég get ekki kveikt á...fussss...eeen dagurinn í dag er góður dagur...fór í Veggsport í morgun og gerði æfingu sem ég hef aldrei getað en viti menn...ég gat hana!! Jeyj me...vonandi held ég áfram að vera svona frábær og meiriháttar...ha ha ha!
Stay black

Engin ummæli: