Og það ætti ekki að vera búið að fara framhjá neinum...
...að ég er að fara af þessu landi eftir svona circabout 70 daga...eða nánar tiltekið 4. maí...fyndið hverni maður hefur allar þessar tilfinningar...einn daginn vill maður ekki fara einn...annan daginn vill maður ekki fara með neinum...einn daginn vill maður bara hreinlega ekki fara og svo hinn getur maður ekki beðið og svo framvegis....blaaa...en um helgina gat ég ekki beðið eftir að fara af þessu landi og allir að segja við mann "grasið er ekkert grænna hinumeginn" og bla bla bla...þvílík klisja!! Ég veit að það er ekkert grænna en það er allavega öðruvísi...kannski skærgrænna eða mosagrænna...hver veit...enginn fyrr en hann prófar...en í dag er ég bara búnað langa að fara svona temmilega mikið og fór að hugsa um svona topp 10 lista yfir hluti sem ég á mest eftir að sakna...og ekki sakna...
Hlutir sem ég á eftir að sakna...
...númer 1 = lyktin af hundinum mínum...
...númer 2 = íslenskt nammi...
...númer 3 = steikti kjúllinn hennar mömmu með bónusfrönskum...
...númer 4 = heitar sundlaugar...
...númer 5 = spila squash við systu...
...númer 6 = vesturbæjarís...
...númer 7 = fara í sturtu og þurrka sér og vera þurr...ekki þvalur og rakur...
...númer 8 = sunnudagsbíltúrar...
...númer 9 = horfa á myndir með íslenskum texta...þó mar lesi hann aldrei...
...númer 10 = allt fólkið sem ég hef hitt á síðasta eina og hálfa ári sem hefur breytt lífi mínu til þess betra og auðgað það til muna...þið vitið hver þið eruð og auðvitað á ég líka við fjölskylduna mína...hvort þetta fólk á eftir að sakna mín er bara spurning sem þeir einir geta svarað sem taka þetta til sín...
Hlutir sem ég á ekki eftir að sakna...
...númer 1 = vakna í vinnu sem mér finnst ekki skemmtileg á hverjum degi...
...númer 2 = fiskurinn hennar mömmu...
...númer 3 = Fólk með Sirrý...
...númer 4 = fara á hausinn við að kaupa eina kippu af bjór...
...númer 5 = að dröslast í vinnuna skraufþunnur með gleraugu...
...númer 6 = að vera með gæsahúð af kulda á hásumri...
...númer 7 = að keyra druslubílinn minn sem heyrist asnalega í...
...númer 8 = íslensks djamms...sem er orðið alltof sveitt og sorglegt fyrir minn smekk...
...númer 9 = að þurfa að spara fyrir spánarferðinni (dööö)...
...númer 10 = að þurfa að hitta fólk sem mér finnst ekki skemmtilegt og sem mér finnst óþægilegt að hitta vegna einhverra ástæðna...ég á ekki eftir að sakna sumra af þeim sem ég er búin að kynnast undanfarið einfaldlega vegna þess að sumir hafa gert líf mitt flóknara og leiðinlegra en það þarf að gera og sumir eru bara hreinar og beinar skepnur...og hana nú!
Vááá..ég var alveg búnað ákveða hluti sem ég sakna en rosalega er erfitt að finna hluti sem ég á ekki eftir að sakna...þess vegna eru kannski sumir af þeim hlutum svona 50 50 í hvorum lista...en svona er etta...þessi listi mun örugglega breytast þegar ég kem út því það er nú alltaf þannig að maður veit ekki hvað maður hefur fyrr en maður missir það...
Stay blac
Engin ummæli:
Skrifa ummæli