Og hvað ég er dugleg...
...fór í Veggsport í morgun eins og alla aðra daga (nema um helgar auðvitað) og ætlaði að hlaupa minn venjulega 4 og hálfa kílómeter en áður en ég vissi af þá var ég búnað hlaupa 6,1...þvílíkt dugleg...veit ekki hvernig þetta gerðist en gæti verið út af tvenn:
...ég skipti yfir á Popptíví og var ein að hlaupa þannig að enginn skipti aftur yfir á Ísland í rassinn...
...ég þurfti að brenna extra miklu and here´s why...
...sko...Sigga og Stína komu heim í gærkveldi í spádóm til mömmu og ég var búnað lofa að gera eitthvað með Fancy..kaffihús eða eitthvað....svo kom ég heim úr squashi rétt áður en gellurnar komu og ákvað bara að hafa gaman, baka köku og bjóða Fancy í köku því hann er alltaf að kvarta að ég baki aldrei fyrir hann (bakaði nú samt fyrir hann á síðasta ammæli urrr)...þannig að ég bakaði þessa fínu köku með bleiku kremi og þegar spádómurinn var búinn kom Fancy akkúrat svo og systa og landnámsmaðurinn hennar þannig að það var rosa partey í fellinu góða...og ég fékk mér kökubita...samt ekkert stóran...þannig að ég þurfti að brenna honum í morgun...gaman gaman...ég held ég baki bara aftur um helgina ef ég nenni..orðið langt síðan mar hefur bakað eitthvað af ráði...samt búnað lofa að baka fyrir frænda minn hérna í vinnunni því hann er eiginlega sá eini sem ætlar að vinna í staðinn fyrir að fara á árshátíðina...skrýtinn frændi minn...segir nei við ókeypis skemmtun og áfengi...fusss....
...eeeen í dag í hádeginu þarf ég að fara á hárgreiðslustofuna mína í Kópamannavogi og athuga hvort hún geti ekki gert hárið á mér flott aftur...það er orðið frekar pathetic og eiginlega jafn ljótt og áður en ég fór í permanent...fussumsvei...verð nú að vera fín fyrir þessar árshátíðir...núna er bara rétt rúmlega vika í Monsoon árshátíð og þess vegna er stefnan sett á djammlausa helgi um þessa helgi...veeeeiiiiii *kaldhæðn*
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli