Og hvað ég elska Ísland...
...og hvað mér finnst gaman þegar ég vakna á morgnana í Veggsport og læsingin í bílnum mínum er frosin þannig að ég þarf að ná í heitt vatn og fara inn farþegameginn og klifra yfir í bílstjórasætið...svo er alveg extra ánægja að viftureimin í bílnum mínum er að fara þannig að ég þarf ekkert útvarp heldur skapar hún sína eigin tónlist í morgunsárið...indælt...og svo að lenda fyrir aftan bíl sem virðist ekki kunna að keyra og heldur að það sé sunnudagur...það er alveg mergjað og allt þetta stuðlar að því hvað ég er hress þegar ég loksins kemst í Veggsport og þá er Ísland í bítið blastað sem er eins og allir vita uppáhaldsþátturinn minn....svo ríf ég mig af brettinu þó mig langi ekkert til þess og fer í sturtu og keyri áleiðis uppí vinnu...þessa yndislegu yndislegu vinnu....og sest niður...borða bananann minn og þakka Guði fyrir annan dýrðarmorgun á Íslandi...
...þessi færsla á vinsamlegast að lesast eins og skrif Eiríks Jónssonar...sem kaldhæðni og ekkert annað...
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli