Og núna get ég ekki beðið...
...já...netta panic attackið sem ég fékk um daginn fyrir Spánarferðinni breyttist í dag í þvílíka tilhlökkun og gleði yfir því að fara að losna frá þessu landi og öllu og öllum sem ég vil helst ekki lifa með...jibbí jibbí...það æxlaðist (djöfull er gaman að nota þetta orð...hámark hallærisleikans maður) þannig að ég og KataRína vorum eitthvað að tala um hádegismatinn sem var quesadillas og mmm gott...svo gott að ég fékk mér tvisvar...og þá fórum við að tala um mat og ég sló um mig með orðum og orðasamböndum eins og cebolla, pimientos og sin hielo við mikinn fögnuð aðstandenda...klapp klapp...og þá fór ég að hlakka alveg óstjórnlega mikið til og síðan þá hef ég verið að tala við sjálfa mig annað slagið á spænsku...ooooo...get ekki beðið eftir að fara þarna út...Me llamo Lilja...soy de Islandia...quiero marcharme y follar muchos hombres...ha ha ha...neeeei...það er ekki satt...ég er heiðvirð stúlka...og fyrir ykkur sem skiljið ekki spænsku...töff núggís...
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli