4.2.03

Og mamma mía...

....eyddi smá af laununum mínum í gær...sem er náttlega bara skylda á útborgunardegi...keypti mér 2 friends-spólur og get með stolti sagt að nú á ég allar fokkíng seríurnar á spólu...aaaa...þannig að ef einhverjum langar að kíkja í friends eitthvert kveldið...endilega bara bjallið í mig ;)...kannski soldið sad að safna þessu á spólum þar sem allir eru á einhverju dvd-flippi...en ég stíg gegn dvd-byltingunni og kýs vídjó!! Mér finnst það bara meira kósí...ojæja...ég er náttlega skrýtin...eeeen svo keypti ég mér náttlega líka ný föt og fékk þess hefðbundnu skápurinneraðspringa-ræðu frá mömmu but who cares...fékk 2 peysur og pils á 4000 kaddl í Top Shop...sem er að hætta á Austurstræti...mér finnst það voðalega leiðinlegt því það er uppáhaldsbúðin mín...hún er miklu flottari en í Smáralind...buhuhu...en jæja..svona er etta...þar hitti ég samt Þóreyju sem var að vinna í Monsoon einu sinni...hún var rosa hress og er líklegast að koma aftur í Kringluna...weee...hún bústaði egóið mitt aðeins þessi elska þar sem hún þekkti mig ekki alveg strax því henni fannst ég hafa grennst og svo er ég náttlega komin með síðara hár...æjji hún er svo sæt...kiss kiss...hlakka til að sjá hana hressa og káta aftur í Kringlunni..en hvar er stóra spurningin...
Stay black

Engin ummæli: