30.7.02

Jæja...ævintýri gærkvöldsins....
Well...þau voru nú ekki kannski frá sögu færandi nema hvað að Lilja fékk þá snilldarlegu hugmynd áður en hún fór í squash að steikja sér hamborgara...allt í lagi með það...Liljan tók hamborgara úr frystinum og setti „olíu" á pönnu...eftir smá stund var svo líka komin þessi stækja lýsislykt og hafði ég þá látið lýsi á pönnuna en ekki olíu...og þar sem ég er mesti andófsmaður Íslands gegn lýsi þá hefði ég brennt pönnuna ef ég hefði getað það...en í staðinn skrúbbaði ég hana með massa mikið af sápu í svona korter....jæja...en svo lét ég hamborgara á og teygði mig eftir season all...en neeeeiii...mamma og pabbi hafa hreinlega hreinsað allt fyrir þennan sumarbústað því það var ekki einu sinni til season all for crying out loud...þannig að ég þurfti að nota eitthvað Bónus krydd...og ég er aldrei sátt við að þurfa að nota vöru sem er seld undir merki verslunarinnar sem hún er seld í...en jæja...þetta var eitthvað svona allt muligt krydd því það var bókstaflega allt í því...svo leit ég inn í ísskáp og ætlaði að skera gúrku og tómat...en neeeeiii...again...mamma og pabbi skyldu ekkert eftir...en það var til kál, laukur og afgangur af jalapeno sem ég notaði í supernachos um daginn...þannig að þannig varð lýsishamborgarinn á endanum...kál, laukur, jalapeno og tómatsósa...hann var mjög góður...fyrir utan það að ég er mest paranoid manneskja í heimi og auðvitað fann ég lýsislykt og -bragð allan tímann sem ég japlaði á borgaranum...og ekki nóg með það...heldur var mér óglatt dauðans allan helv. squash tímann...en ég er ennþá lifandi þannig að kannski fær mar sér bara hammara aftur í kveld...hver veit....
Stay black

Engin ummæli: