...Og þessi sveitaferð...
...um helgina minnti bara enn frekar á hvað ég elska borgina...
...ekki misskilja mig...það var yndislegt í sveitinni og tengda amma og afi yndislegir gestgjafar en ég bara er ekki þessi þéttbýlistýpa...sem er leitt því það er voðalega fallegt í sveitinni og mér finnst öll dýrin yndisleg...
...en á leiðinni heim fórum við ektamaðurinn í jarðböðin á Mývatni sem var eflaust toppur ferðarinnar...það var gjörsamlega frábært og ekki spillti veðrið fyrir...21 stiga hiti og ekki ský á himni...ekki frá því að við skötuhjúin höfum tekið smá lit í böðunum...
...en það verður ekki tekið frá þessari ferð að hún gerði mann gjörsamlega afslappaðan...þegar ég steig út úr bílnum í dag í þokunni í Reykjavík fann ég varla fyrir löppunum á mér og nennti ekki neinu...veit ekki hvernig það verður að fara í vinnuna á morgun...og ég sem ætlaði að byrja daginn á skokki svo maður verði ekki eins og asni í Reykjavíkurmaraþoninu...veit ekki hvernig það endar...
...eeen framkvæmdir hafa staðið yfir hér á Flókagötu síðustu vikur og því íbúðin eins og greni...já greni...hreysi if you will...ekki bætti úr skák að þegar heim var komið í grenið í dag þá hafði rafmagninu slegið út og mikið rétt...allt í ísskápnum og frystinum myglað, ónýtt og hreint út sagt ógeðslegt...því get ég með sanni sagt að ég hafi sjaldan verið jafn pirruð og áðan...eeeen síðan fékk maður ferskt kebab í mallann og þá lagaðist mikið...ef ekki allur pirringur...
...en djöfull er Revelations skítlegur replacement fyrir 24...ég trúi varla mínum eigin augum...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli