...Og ég tók...
...andköf og hélt að loksins væri komið að því...ég væri að deyja...í gærdag...
...ég kom nefnilega með ÓMETANLEGA tvöfalda geislaplötu í vinnuna um daginn sem heitir Loverman og er með meistara Nick Cave...á plötunni eru alls kyns lög...b-hliðar, óútgefið efni og útgefið efni sem tekið er upp á tónleikum...keypti plötuna í Camden Town í London fyrir tveimur árum og hef síðan þá ekki séð þessa blessuðu plötu aftur...eins gott að ég keypti hana...
...en í gær var svartur dagur...ég hélt að einhver hefði stolið plötunni af mér niðrí vinnu...ég fékk verk fyrir hjartað án gríns...og hélt ég væri að fá hjartaáfall med det samme...en viti menn...síðan rölti ég heim á leið og lágu geisladiskarnir ekki á skrifborðinu inn í the love nest...
...ég fékk trú á lífið aftur...
...en ég mæli með að downloadi laginu Little Janey´s Gone sem einmitt má finna á plötu númer tvö á Loverman...það er b-hlið á smáskífunni As I Sat Sadly By Her Side sem ég á reyndar líka þannig að ég get hlustað á þetta lag þangað til ég dey...mér finnst það ekkert leiðinlegt...þetta lag er svo fallegt og yndislegt og meiriháttar...Cave-arinn tók það einmitt á tónleikunum hér á landi og þá heyrði ég það fyrst...féll strax kylliflöt...downloadið því...NÚNA!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli