28.7.05

...Og...

...klukkan er rúmlega ellefu um kvöld...ég var að koma heim...úr vinnunni hehehe...mætti klukkan níu í morgun...þetta er heljarinnar vinna...

...vinna mín í kvöld fólst í því að fylgjast aðeins með baksviðs á forsýningu Kabarett og horfa síðan á sjálfa sýninguna...ægilegt mikið álag á manni...en ég mæli með sýningunni...hún er mjög fín...mig langar allavega ennþá að verða leikkona...

...annars á ég mjög bitran pistil í Fréttablaðinu á morgun, föstudag...það er svona...sumir dagar...

...ég er komin á það stig að ég get ekki beðið eftir að flytja út...vissulega blunda í manni peningaráhyggjur og svoleiðis smáhlutir en ég get samt ekki beðið...þvílíkt sjarmerandi að fara úr á lestarstöðinni í Árósum með troðfulla ferðatösku og viti ekkert...það er lífið...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: