...Og ég fór á...
...Fame í gær...
...það er mjög langt síðan ég hef séð aðra eins skelfing...held að það sem toppi þetta séu tónlistarmyndböndin hennar Leoncie og þegar Sinfóníuhljómsveitin setti upp Bítlasjó með "leikurum" af West End.
...ég hef til dæmis aldrei séð jafnlang upphafsatriði...og jafnleiðinleg lög í sýningu sem á að vera hress og skemmtileg...kannski það sem lýsir því best hvað mér fannst þetta ömurlegt er að ég leit ekki einu sinni við minjagripasölunni í hléi (sem er náttúrulega fáránlegt útaf fyrir sig) þar sem ég vildi ekki kaupa neitt til að minna mig á þennan hrylling...
...í sýningu sem þessari tel ég að leikarar eiga að haldna leiknum uppi, söngvarar halda söngnum uppi og dansarar halda dansinum uppi...en enginn var að skila sínu neitt sérstaklega vel...það var alltaf nóg um að vera á sviðinu en samt ekkert að gerast...margir af þessum fjöllistamönnum voru eins og spýtukarlar á sviðinu og mér sýndist þau bara ekki vilja sleppa af sér beislinu...fyrr en í síðasta laginu...sem er ekki einu sinni úr Fame heldu Flashdance!
...eeen svepparnir tveir eru stjörnur sýningarinnar...jú alvöru Sveppi...og svo kvenkyns-Sveppi, María Heba Þorkelsdóttir, sem slógu algjörlega í gegn hjá mér og voru eina fólkið sem gat virkilega actað svoldið normal...
...vonbrigði sýningarinnar var tvímælalaust Álfrún Örnólfsdóttir sem ég hélt að væri hæfileikarík, ung leikkona...framtíð leiklistarmenningar á Íslandi...mér væri sama þó ég sæi hana aldrei "leika" aftur..
...og dansinn...tja...voða fínn...en bara svona sæmilegur freestyle dans í Tónabæ...og sýningin ekkert betri en miðlungs-menntaskólasýning...mér finnst leiðinlegt að segja það en Versló hefði getað gert betur...
...eeeeen þó finnst mér verst við þetta að ungviði landsins fer á svona bölvaða vitleysu og heldur að þetta sé leikhús...að fara í Smáralind að sjá Fame...og af hverju Fame? Gátu þau ekki þýtt þetta?! Ég vil ekki að framtíð þjóðarinnar þurfi að sitja á ömurlegum bekkjum með klið úr Smáralind í eyrunum eins og ískrandi reykskynjari og telja sig vera í leikhúsi...þetta er ekki leikhús...þetta er Smáralind...og þetta er lélegt...
Lifi leikhúsnauðgunin! Lifi Fame!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli