21.6.04

...Og það er svo ótrúlega skemmtilegt...

...að hugsa til baka um hvað maður hefur verið vitlaus í gegnum tíðina...og nöfnin sem maður hefur gefið mistökunum sínum...

...einu sinni var ég bálskotin í strák sem vildi mig ekki...ég sé nú ekki eftir því núna þar sem hann er ekki frýnilegur á að líta...svona getur hrifningin farið með mann...eeen hann fékk heitið Pungsviti...og var ávallt vel pungsveittur...þarf eitthvað að útskýra það nánar? Hmmm...and I liked him why now...

...svo var það Addi feiti eða Saturday Night Call Guy eins og hann hét líka...þar sem ég hringdi í hann eitt sinni blindfull og játaði ást mína...og hann játaði hana líka...nema hvað að hann var með stúlku uppá arminum...braut mitt litla hjarta en það jafnaði sig...á endanum...síðan seinna meir eftir að nokkur kíló höfðu fokið af Lillunni þá kom hann skríðandi til baka en reyndi svo að leika sama leikinn aftur...það gekk ekki þar sem Lillan hafði vitkast með kílóamissinum og sá í gegnum plottið...sá hann á KoRn tónleikum um daginn og hann er ennþá jafn feitur...eitt læri á honum er jafnstórt og bæði mín...og ég get fullvissað alla um það að aldrei aftur mun ég hringja í hann á laugardagskvöldi og játa ást mína...ooo neee...

...síðan er það Palli gleraugu...þar sem hann átti afskaplega ljót gleraugu...ég var voða skotin í honum en þvílíkan hálfvita er erfitt að finna...hmmm...fólk sem lýgur án þess að blikka á ekki skilið að lifa...en ég gef honum sjéns...þó hann hafi alltaf verið andfúll...aaa...lítið sjálfstraust getur komið manni í skrýtnar aðstæður...

...veit ekki hvort ég ætti að telja upp síðustu ástirnar í meinum...þær hafa svo sem ekkert verið svo rosalegar...finnst bara fyndið þessar nafnagiftir sem maður finnur uppá í ímyndarafli sínu, biturleika og leit að ást...

...eeeen fortíðin er skemmtileg...gaman að hlægja að henni...hér stend ég með puttann á skjánum og hía á alla þá sem hafa auðgað mitt líf með misheppnuðum ástarsamböndum...ætti svo sem ekki að kalla þetta ástarsambönd þar sem lítið var um ást...nema blinda ást það er...ojæja...ég er hress...

...lífið mitt er yndislegt...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: