24.3.04

...Og ég held ég hafi aldrei...

...tjáð mig um hvað mér finnst ótrúlega gaman að vinna hjá svona umdeildu blaði eins og DV er...váááá....

...það gefur sko lífinu smá lit þegar annað hvert símtal sem maður fær er til að panta fleiri eintök af blaðinu þar sem það sé uppselt nánast alls staðar...og hin símtölin eru svo af rugluðu fólki út í bæ sem að segir upp blaðinu því því finnst við vera ógeðslegar skepnur...ooooo...

...eeeen þó að mér finnist voðalega gaman að vinna í svona lífi og fjöri þá get ég ekki sagt að ég sé alltaf sátt og sammála þessum blessuðu forsíðum sem aldeilis hrista upp í þessu lítilfjörlega samfélagi...en ég styð stefnuna...og ég styð blaðið...og ég skammast mín ekkert fyrir það...

...það verður eitthvað að gefa lífinu lit...og það er nú bara einu sinni þannig að þeir hlutir sem fólk hefur hvað sterkastar skoðanir á (jákvæðar og neikvæðar í báðar öfgar) eru yfirleitt bestu og vel gerðustu hlutirnir í samfélaginu...það er ekkert verra en eitthvað sem fólk hefur engar skoðanir á....betra er að vera umdeildu en útskúfaður...

...langaði bara að koma þessu á framfæri...veit svo sem ekki af hverju...bara líður vel...oooog þó að ég taki við fullt fullt fullt af neikvæðum símtölum á hverjum degi...þá þarf bara 1 jákvætt og skemmtilegt símtal til að gera daginn frábæran...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: