23.3.04

...Og maður kíkti víst í bíó...

...um helgina...ó já ó já...

...sú stórmynd sem varð fyrir valinu var Starsky & Hutch...og tíminn var 18-bíó...sem var mjög fínt...losna við alla örtröðina og svonna...

...allavega þá var þetta fínasta skemmtun barasta...ég allavega skellti uppúr einu sinni og átti marga smáhlátra eins og gerist og gengur...en hláturskastið ber þess samt vitni að ég skemmti mér vel því það er mjög erfitt að láta mig skellihlæja við fyrsta áhorf...síðasta mynd sem gerði það var barasta Zoolander...skemmtileg og kreisí tilviljun þar sem þeir Ben Stiller og Owen Wilson fóru einmitt með aðalhlutverk í þeirri mynd...eins og þessari...ooo þessi heimur er svo kreisí...

...eeen Ben Stiller er náttlega í miklu uppáhaldi hjá mér...og Owen Wilson er svona að vinna sig upp...og hann gerði það alveg með þessari mynd...þeir eru mjög fyndnir og skemmtilegir félagarnir þó að söguþráðurinn sé nú ekki beisinn, aukaleikararnir skemmtilega lélegir (Carmen Electra náttlega er ekki hægt að titla leikkonu...) og endirinn náttúrulega alveg fáránlegur...

...eeen ég skemmti mér eins og hægt er að lesa og ótrúlegt að ég hafi getað látið gamminn geysa eins og vitleysingur um þessa mynd í alveg þónokkrar línur...

...stundum vildi ég að ég hefði sterkari skoðanir...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: