25.3.04

...Og ég fór að sjá...

...Passion of the Christ í gær...eða Jesú-myndina eins og ég kýs að kalla hana til mikillar lukku viðstaddra...en þeir voru Óli hjúkka, Hvítan litla sæta og Gummi ofur-Gringo...

...ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja...þetta var náttúrulega í fyrsta lagi eins og mjög grafískur kristinfræðitími...í öðru lagi var þetta vel gerð og góð mynd...í þriðja lagi var skemmtanagildið ekkert...í fjórða lagi var þetta fyrsta myndin í lífi mínu sem ég þurfti að loka augunum...þá meina ég alvöru loka augunum...ekki svona "éghefhendinafyriraugunumenhorfisamt" loka augunum....og í fimmta lagi var hún bara viðbjóður og lét mér líða illa...

...ekki var á það bætandi að þegar maður kom niðurbrotinn og algerlega búinn á sálinni út þá stóð þar í röðum fólk frá Hvítasunnusöfnuðinu, Krossinum, Fíladelfíu og hvað þetta allt nú heitir og rétti manni bæklinga um meiningu lífsins og hvers vegna Jesú hafi nú dáið (eins og maður væri ekki búinn að fatta það eftir myndina) og hvað eina...sem gerði mann náttúrlega enn þunglyndari og sannfærðari um hve slæm manneskja maður væri...

...ég skil ekki alveg tilganginn með þessari mynd...ef hann er einhver...stundum er gott að láta sér líða illa því það vekur meðaumkun með fólki sem minna má sín og og lætur manni líða samt soldið vel...sérstaklega ef maður lætur eitthvað gott af sér leiða í kjölfarið...eins og Joey sagði svo eftirminnilega: "There are no selfless good deeds"...orðin gætu ekki verið sannari...eeeen þessi mynd lætur mér ekki líða svona...hún lætur mér bara líða illa í hjartanu, sálinni og það sem meira er þá lætur hún mér líða eins og mjög slæmri manneskju...og þá fer ég að hugsa um af hverju ég borgaði 800 kr. inn á eitthvað sem lætur mér líða svona...ég get alveg gert eitthvað misviturt og kallað þessar sömu tilfinningar fram...og þá kem ég að því að þetta er eiginlega snilldarhugmynd...að láta fólk borga inn í sína verstu martröð...getur ekki klikkað...og svo má náttúrulega ekki taka það af honum Mel okkar Gibson að hann gerir þessa mynd alveg ofboðslega vel...lítið hægt að setja út á það...og alger snilld að ráða einhverja svona "nobody", alþjóðlega leikara...vel gert....

...en svona til að ljúka máli mínu...þá finnst mér ekkert gaman að loka augunum í bíó...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: