...Og ég leigði...
...eina þá leiðinlegustu og langdregnustu mynd sögunnar í gær...The Bodyguard með hinni misheppnuðu "leikkonu" Whitney Houston og hinum asnalega og fremur brjóstumkennanlega Kevin Costner í aðalhlutverkum...
...oooog fólk spyr sig kannski af hverju mér datt þessi ósköp í hug...og jú...málið er ofureinfalt...eins og ég...ég er einfeldningur...og hef gaman að svona myndum...ég elska svona ömurlegar "spennumyndir" með rómantísku ívafi...þó sérstaklega ef ívafið er á milli tveggja einstaklinga sem mega sko aldeilis ekki vera saman...svona taboo....þau vilja hvort annað...geta ekki verið saman...en eiga saman eina lostafulla nótt...hún verður fúl...gerir hann abbó...hann byrjar að drekka...hún verður hrædd og gerir sér grein fyrir því að hún þarfnast hans...hann fórnar sér fyrir hana...hún öskrar "He´s my bodyguard" og á endanum kyssast þau einum fallegasta kossi kvikmyndasögunnar...þetta kalla ég sko alvörumynd!
...eeeen því miður er ég ekki fullkomin í dag þar sem ég steinrotaðist yfir þessari misheppnuðu mynd...oooo jájá...eins og alltaf þá næ ég ekki að vaka eina mynd...og þá spyr ég mig af hverju í ósköpunum ég tók 2 myndir...og af hverju ég byrjaði ekki á hinni...þeirri stórgóðu mynd 4 Weddings and a funeral...sem hefur að geyma fallegasta bíómyndakoss í heiminum...og Hugh Grant...what was I thinking?!
...held að gellan á vídjóleigunni haldi að ég sé geðveik...held ég fari með grímu að skila þeim...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli