...Og ég hugsaði í allan gærdag...
...hvað ég væri til í að vera rosalega orðheppin og sniðug...alltaf...
...ég fór að hugsa hvað það væri gaman að vera alltaf fyndinn og vita alltaf nákvæmlega hvað maður á að segja...og vera svona heavy spontant...þá væri maður nú töffari...ó já já...
...ég hugsaði þetta lengi lengi og er ég sveif á vit blundsins míns eftir vinnu þá dreymdi mig minn nýja persónuleika...sniðugu Lilju...skemmtilegu Lilju...fyndnu Lilju...
...er ég vaknaði af djúpum svefni þá fannst mér í stutta stund að ég væri í alvörunni svona...eeen þegar ég hröklaðist fram og lenti í samræðum við fjölskyldu mína þá rak ég mig fljótt á að svo var ekki...ég var ennþá sama, ósniðuga, seinheppna Lilja....
...í þessum djúpu þönkum mínum fór ég leiðar minnar í leiklistartíma...veðrið var vont og ég hafði enga trú á mér...ég sat sem fastast og horfði á fyrstu senu tímans sem ég viljandi bauð mig ekki fram að taka þátt í...eeen þegar kom að annarri og jafnframt seinustu senu tímans þá sá ég mig tilneydda til að reyna á það hvort maður hefði nú einhverja hæfileika og gæti gert eitthvað af viti í ljósi hugarástands dagsins...
...og viti menn...ég fékk uppreisn æru...alveg óundirbúin undir það sem koma skildi fór ég inn í atriðið með engan texta en einungis hugmynd um hvers konar manneskja ég vildi vera og náði einhvern veginn ásamt honum José kaddlinum að vekja upp skellihlátur hjá öllum viðstöddum...þó sérstaklega kennaranum sem hváði þetta vera eitt fyndnasta atriði sem hann hafði séð í langan tíma...
...ég yfirgaf tímann með bros á vör...og var glödd með vanilluís...sem skemmdi nú ekki fyrir...
...í dag er ég ánægð...í dag er ég fullviss um að ég sé bæði sniðug og skemmtileg...í dag er minn dagur...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli