...Og ég datt nú ekki alveg jafn mikið í það...
...í Skífunni á mánudaginn eins og ég hefði viljað...ekki vegna skorts á góðri tónlist heldur vegna mjöööög þunns launaumslags...fusss...
...eeen ég náði samt að gleðja mitt litla tónlistarhjarta og keypti langþráða Cure-safndótið með ýmisskonar b-hliðum og fágætum lögum sem hafa aldrei komið út...4 diskar allt í allt og svona skemmtileg, lítil bók sem rekur sögu allra laganna og náttúrulega sögu Cure í leiðinni...hef reyndar ekki komist yfir að hlusta alveg á alla diskana en það sem er búið að renna í gegnum geislavirka spilarann lofar góðu...enda ekki við öðru að búast af þessum snillingum...ooo...svo náði ég að setjast niður í gær og lesa einn þriðja af litlu, sætu bókinni á meðan breski spennuþátturinn fyrir gráhærða fólkið og gerpin var að rúlla á RÚV....
...svo fjárfesti ég líka í smáskífu...sem ég geri nú ekki reglulega...eeen þar sem ég er Die Hard Nick Cave aðdáandi þá gat ég bara ekki sleppt því tækifæri að kaupa smáskífuna með Henry Lee þegar ég sá hana liggja saklausa í geisladiska-rekkanum innan um allar stóru, flottu breiðskífurnar...hálfvorkenndi litlu smáskífunni með 3 lögunum...þannig að ég keypti hana...á heilar 999 krónur...hvað er það?! Fyrir 3 fokkíng lög...eeeen það var þess virði...þar sem Nick Cave er náttúrulega bestur í heimi...og svo skemmdi ekki fyrir að Hreimur afgreiddi mig...
...slökum alveg á með það...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli