...Og ég er búin að finna...
...tvo vinnubloggara til viðbótar...ooo lífið er svo yndislegt...
...annars vegar er það Innblaðs-sjarmörinn Tóti sem fellur kylliflatur alla daga fyrir okkur skvísunum í smáauglýsingum...enda ekki furða...Tóti geislar af þokka og fegurð og er alltaf snyrtilegur í klæðaburði og orðheppinn mjög...nú í seinni tíð hefur Tóti einnig getið sér góðs orðs á öldum ljósvakans...ekki einungis sem frábær blaðamaður heldur hefur andlit hans einnig fengið að líta dagsins ljós á skjánum...
...hins vegar er það leiklistarmógúllinn og stórsöngvarinn Valur sem reyndar fellur ekki kylliflatur fyrir okkur heldur meira lallar framhjá okkur á leiðinni í kaffivélina...Valur er alltaf til í gott spjall og af honum geisla gáfur miklar og dýrslega eðlið skín í gegnum allt sem hann gerir...Valur er söngvarinn í hljómsveitinni Ríkinu og liggur rauður þráður kommúnismans í gegnum allt sem hann lætur frá sér...
...Lifi byltingin! Lifi bloggarar!
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli