27.2.04

...Og ég hélt ég myndi æla í morgun...

...og ekki gleðiælu...o neinei...pirringsælu...

...Gerði þau mistök að láta augun detta á Opruh Winfrey þátt í morgun á hlaupabrettinu í Veggsport...þau mistök ætla ég að varast að endurtaka...

...þátturinn var tileinkaður "Operation Christmas Kindness" sem Oprah sjálf stóð fyrir ásamt sínu fylgdarliði og vinum um síðustu jól. Það sem fólst í þessari "Operation" var að Oprah fór með skarann til Suður-Afríku til að gefa 50.000 börnum jólagjafir - börnum sem höfðu kannski aldrei fengið jólagjafir og voru flest HIV smituð og áttu enga skó...

...ástæðan fyrir þessu "góðverki" var sú að Oprah minntist einna jóla þegar hún bjó í einhverju slömmi og mamma hennar átti ekki pening til að halda jólin hátíðleg eins og annað fólk í nágrenninu...Oprah kveið því sáran að þurfa að fara í skólann eftir hátíðarnar og þurfa að útskýra fyrir hinum krökkunum af hverju hún hafði ekki fengið jólagjafir eins og venjuleg börn...Oprah var næstum því komin með magasár af áhyggjum þegar loksins daginn fyrir jól birtust nunnur úr hverfiskirkjunni og gáfu henni og 2 systkinum hennar jólagjafir...og Oprah fékk þessa fínustu dúkku...og fylltist gleði- og velþóknunartilfinningu...og þessa tilfinningu var hún að reyna að kalla fram í hjörtum barnanna í Suður-Afríku...

...þetta er svo sem allt gott og blessað...og sumir kannski farnir að velta því fyrir sér af hverju ég hafi verið svona pirruð út af þessu "góðverki"....en málið er bara að þetta "góðverk" er ekki í þágu neins nema Opruh sjálfrar...það var allavega ekki málið að vekja athygli á slæmu ástandi í Suður-Afríku heldur einungis til að stilla einni af ástsælustu sjónvarpskonu Bandaríkjanna á einhvern ofurmannlegan stall...

...ég verð svo reið þegar frægt fólk reynir að upphefja sig á þennan máta...eins og hún sé ekki nógu fræg fyrir! Og að tileinka heilan þátt um hvað hún er frábær, æðisleg og meiriháttar er náttúrulega til háborinnar skammar...og það í hennar eigin sjónvarpsþætti!

...og það var ekki nóg að dásama "góðverkið" hennar Opruh (sem hún by the way gerði alveg upp á eigin spítur því hún var sögumaður) heldur þurfti að bæta inn Titanic-fiðlutónlist líka...og svo til að toppa þetta allt var sjálfur Nelson Mandela floginn á staðinn í helicopter og læti...eeeen nei...Nelson litli toppaði þetta reyndar ekki...toppnum var náð þegar Oprah hélt ræðuna sína við afhendingu jólagjafanna...þar sagði hún að hún væri "Living proof" þess hvað fólk getur náð langt með menntun...bídddddu...er hún eitthvað þroskaheft?! Að segja þetta við börn sem flest hver vita ekki einu sinni hvað orðið "education" þýðir...

...eeeen ballið var sko ekki búið...því næst tók ungur Suður-afrískur drengur til máls...þá hélt ég að mér væri allri lokið...ég þakkaði bara guði fyrir að hlaupatíminn minn var að renna út...eeeen þessi litli drengur dásamaði góðverkið hennar Opruh í hástert og auðvitað var ekki þurrt auga í húsinu...tja...hver vill veðja um að þessi litla, hjartnæma ræða hafi verið samin fyrir litla drenginn...sem kann eflaust ekki að skrifa...hvað þá að lesa...

...það sem svo kórónaði þennan uppsafnaða pirring var bandaríska konan sem var að tölta rólega með sinn hamborgararass við hliðina á mér sem sneri sér að mér og sagði orðrétt: "We lived in South Africa for 4 years and some people there have never even had shoes, not even grown men. It's soooo amazing that she's doing this..."

...svo mörg voru þau orð...en ég er hress...Íslenski Dansflokkurinn í kvöld með Earlie Preggó Sissí...úúú það verður gaman...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: