...Og ég bara trúi varla...
...hvað popptónlist í dag er ömurleg...jisssssús...blöskraði nú bara í Veggsport áðan er ég reyndi að hlaupa af mér allt það sem fer í taugarnar á mér við sjálfa mig...það reyndar gekk ekki...en ég náði að pirra mig endalaust mikið á óforskömmuðum, dekruðum tónlistarmorðingjum...
...ég er nebblega mikill Stevie Wonder aðdáandi...mér finnst hann algert æði...ooog ég trúði varla mínum eigin eyrum um daginn þegar ég heyrði einhverja misheppnaða útgáfu af laginu Signed, Sealed, Delivered í flutningi einhvers ömurlegs boy bands...svo sungu þeir það svona 20 sinnum hægar en það á að vera...hvað er það?! Usss...
...eeen ég lét þetta ekki fara alvarlega í taugarnar í mér þar sem fólk getur nú gert mistök...eeeen í morgun var mér nóg boðið...sá í morgun á Popp tíví einhverja gellu...sem var ekki einu sinni sæt...binda Stevie niður, drepa konuna hans og nauðga svo laginu Superstition fyrir framan hann og börnin hans...djísus...alger skelfing...og svo ekki nóg með að útsetningin hafi verið léleg og söngurinn hræðilegur heldur notaði hún svo einhverja svona tölvufídusa í röddinni á tíðum sem fer alveg með daginn sko...
...og maður hefði haldið að ég hefði reynt að koma mér upp á tónlistarlegra hærra plan eftir þessa skelfingu og skella Tom Waits, Cure eða Nick Cave í...eeeen neeeei...ég ákvað að hlusta á gæðapopptónlist...gæðapopptónlist sem lætur mig smella fingrunum og langa að syngja og dansa af gleði...ójá...enginn annar en Justin Timberlake vermdi mín eyru í morgun...
...og ég skammast mín ekkert fyrir það...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli