20.2.04

...Og djöfull komu tónleikarnir í gær...

...skemmtilega á óvart...jeeesus...bara helvíti nettir og góðir...

...við Sigga Vala byrjuðum reyndar á því að kíkja á eitthvað misheppnað laser-show á Hafnarbakka sem átti að setja Vetrarhátíð í Reykjavík...vááá...get ekki einu sinni líkt því við neitt þetta var svo mislukkað...

...eeen öll sár gréru er maður steig inní Stúdentakjallarann...settist niður við kertaljós með ískaldan Carlsberg í plastglasi...

...og svo byrjaði krúttilega hljómsveitin að spila...jiiii dúllurnar...tóku bæði cover lög og frumsamin lög og þó að cover lögin hafi verið alger snilld þá fylgdu frumsömdu lögin fast á hæla þeirra...

...ég er núna aðdáandi Þel númer 1...ef þau gefa út disk þá verð ég fyrst að kaupa hann...

...eftir velheppnaða tónleika lá leið okkar svo niður á Ölstofu sem ég er hrædd um að sé að missa aðeins af sjarmanum sínum...það voru bara nokkrar hræður þarna...og enginn svona leikara-celeb sem ég gat slefað fyrir og notað pick-up línuna mína á...eeeen við fengum okkur kaldan Túlla (eheeheh...bjórinn sko) og spjölluðum um daginn og veginn...fortíðina og framtíðina...leiðinlegt fólk og skemmtilegt fólk...skrýtnar getnaðarvarnir og gervilimi...ljóshærða fola og lauslátar druslur...ooooog svo fann ég á mér...af allannn vodkannn....og þá var ferðinni heitið heim á leið...á mjúka koddann...í munchies fílíng og gleði...

...missti svo af strætó í morgun í Veggsport þannig að æj æj ég þurfti að halda áfram að sofa...og æj æj ég þurfti að kúra mig lengur undir sænginni og horfa á Friends...æj æj æj...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: