1.2.04

...Og ég næstum því dó í gær...

...yfir Laugardagskvöldi með Gísla Marteini...jiddúddamía...kannski út af því að 1. viðmælandi var á grafarbakkanum...

...ég hef bara sjaldan séð svona lélegt og leiðinlegt sjónvarpsefni...allur þátturinn var gjörsamlega dauður og þegar hann tók loksins enda þá fannst mér eins og ég hefði misst 4 ár úr mínu skemmtilega lífi...

...hann fékk meira að segja Guðlaug Elísabetu grínista til sín en samt sökkaði þátturinn...hún var ekkert fyndinn og Gísli Marteinn var bara sjálfumglaðari sem aldrei fyrr...

...og svo nokkrum sinnum var bara þögn...og enginn sagði neitt...þvílík píning! Held það sé tími til kominn að taka Gísla vin okkar af dagskrá...

...Laugardagskvöld með Lilju Katrínu...hljómar það ekki sérdælis prýðilega?
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: