...Og mér var barasta boðið í bíó...
...í gær...ójájá...aldrei þessu vant...ekki var þó um deit að ræða heldur var faðir minn svo elskulegur að bjóða litlu Lillunni í bíó...vei vei...hann vildi nú reyndar ekki koma með þannig að ég fór með Earlie sissí og Landnámsmanninum...við brunuðum í Regnbogann og settumst inn á myndina 21 grams...
...úúúffff...það er langt síðan ég hef labbað jafn ánægð út úr bíó eins og í gærkvöldi...meeen ó meeen...mér finnst þetta mynd bara alger snilld...og hún staðfesti það enn og aftur í mínum huga að Sean Penn er óumdeilanlega besti leikari í heimi...ef ég myndi geta leikið svona helmingi verr en hann þá væri ég samt ánægð manneskja...hann er ekki mannlegur maður...óvá...og hann hefur aldrei verið eins getnó og í þessari mynd...mig langaði bara að stökkva á hann og baaaaa...rífa hann úr öllum fötunum og taka smá bláberjaskyrsstemmningu á þetta....en ég lét það vera...tja nema í huganum...
...svo Benecio del Toro...mmmm mmmm mmmm...hann er alger snillingur...hann var reyndar ekkert voðalega getnó en vááá leikurinn maður...djísus...ég varð eiginlega smá depressed þar sem maður getur ekki ímyndað sér að maður geti orðið jafn hæfileikaríkur og þessir menn...sjittt....
...og myndin var frábærlega vel uppbyggð og útfærð og ég get bara ekkert sett út á hana...
...eeen ótrúlegt en satt þá náði ég samt að dotta...ég held ég leiti mér læknishjálpar...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli