...Og ég fékk svo sérdælis...
...skrýtin póst um daginn frá honum Óla Bassa að ég varð bara að blogga hann...já nei...ekki Nurse Óla...heldur Óla Bassa....
...Hér er mikilvæg aðvörun til þeirra sem neyta brauðs og þeirra sem
umgangast þurfa brauðneytendur:
1. Meira en 98 prósent dæmdra glæpamanna neyta brauðs.
2. Helmingur barna sem alast upp á heimili þar sem mikil brauðneysla
fer fram, lenda fyrir neðan meðaltal í samræmdum prófum.
3. Fyrr á öldum var brauð bakað á heimilum. Þá var meðalaldur innan við
50 ár, margar konur létust vegna barnsburðar og sjúkdómar eins og
taugaveiki, holdsveiki og flensa lögðust þungt á þjóðina.
4. Yfir 90% alvarlegra glæpa eru framdir innan sólarhrings frá
brauðáti.
5. Brauð er bakað úr brauðdeigi. Það er margsannað að það er auðveld að
kæfa mús í 400 gr. af deigi. Flestir Íslendingar borða mun meira brauð
í hverjum mánuði.
6. Nokkrir frumstæðir þjóðflokkar í S-Ameríku og Borneo sem neyta ekki
brauðs þjást ekki heldur af krabbameini, Alzheimer, Parkinsonsveiki né
geðveiki.
7. Fyrir marga er bauð bara afsökun í annað hættulegt fæði s.s. smjör,
sultu, salöt og jafnvel kjötálegg.
8. Það er sannað að brauð tekur í sig vatn. Þar sem mannslíkaminn er
minnst 90% vatn leiðir brauðneysla til þess að brauð verður svo ráðandi í
líkamanum að fólk hreinlega stendur á brauðfótum.
9. Nýfædd börn geta kafnað af því að borða brauð.
10. Brauð er bakað við 200°C. Maðurinn lifir innan við eina mínútu við
slíkt hitastig.
11. Flestar brauðætur eiga erfitt með að gera greinamun á hörðum
tölulegum staðreyndum og ómerkilegu tölfræðilegu bulli.
Heyrst hefur að Heilbrigðisnefnd Reykjavík undir forystu Hrannars
Arnarsonar vilji bjarga Reykvíkingum og því lagt til eftirfarandi:
1. Bannað verður að selja börnum brauð.
2. Auglýsingaherferð þar sem slagorðið verður: "Stattu ekki á
brauðfótum."
3. Eftirlitsgjald, kr. 200 sem leggst á hvert brauð selt í Reykjavík.
4. Algjört auglýsingabann á allt brauð.
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli