...Og við Sigga Vala...
...erum búnar að vera svo ógeðslega duglegar síðustu 2 daga...úfff...það er leitin að öðru eins...búnar að vakna eldsnemma og mæta í Veggsport á hlaupabrettið...já...fegurðin kemur ekki að sjálfu sér...maður verður víst að vinna fyrir henni...eeeeen ég gaf Siggu Völu vinakort í Veggsport þannig að hún getur komið með mér alla þessa viku á morgnana...úújeeee...
...eeen maður er kannski aðeins búnað taka of vel á því þar sem við Keikó förum svo alltaf líka í squash þegar blaðamaðurinn er búní vinnunni (verð nú bara að monta mig af henni systur minni...besti blaðamaður á landinu...og þó víðar væri leitað!!) og svo er ég búnað asnast til að lyfta tvisvar í þessari viku...oooog harðsperrurnar létu sko ekki bíða eftir sér...meeen ó meeeen...manni líður bara eins og gamalmenni þegar maður fer á fætur...vont en það venst...
...eeeen Elín Ösp snillingur með meiru hringdi í mig í gær en hún var einmitt að koma heim frá Frakklandi fyrir mánuði síðan en þar var hún aupair í hálft ár...og djöfull var nú gaman að heyra í henni...spjallaði alveg heillengi við hana og gaman að tala við einhvern sem er svona nýkominn heim og miðla reynslu og skemmtilegheitum...gaman að því...maður verður svo að vera duglegri að vera í bandi við hana því hún er svo skemmtileg ;) (eins gott að hún sé að lesa hó hó hó)
...eeeen annað er það að frétta sem ég er ekki nógu ánægð með að hún Freyja stórvinkona mín (nei hún er ekki feit) er flutt í Kópavoginn...ég bara skil ekki hvað blessuð stúlkan er að pæla...að flytja úr 101 í óskiljanlegasta hverfi á stór Reykjavíkursvæðinu...maður þarf hreinlega að hugsa sig tvisvar um hvort maður vilji peppa upp á þennan vinskap eitthvað meira...eeen maður verður víst bara að taka vinum sínum eins og þeir eru þó þeir geri mistök...mér reyndar fannst Kópavogurinn heillandi fyrir nokkrum árum en eftir að ég reyndi að rata þar í einhvern skapaðan hlut þá skipti ég snarlega um skoðun...ég skil eiginlega ekki hver skipulagði þetta en mér langar svo sannarlega að hitta hann og henda í hann skyrdollu því þetta er eitt það mest fokked upp gatnakerfi sem ég hef nokkurn tímann lent í...eeeen ég verð víst að láta mig hafa það á morgun og fara í götukortin í símaskránni og reyna að krafsa mig heim til hennar og vona að ég týnist ekki einhvers staðar í tungunum, lindunum eða hvömmunum...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli