19.4.03

Og tár mín eru sæt í dag...

...því ég var að lesa svo krúttlegt entry í gestabókinni minni...fólk getur verið svo æðislegt þó maður þekki það ekki neitt...manni hlýnar bara um kaldar hjartaræturnar...tala nú ekki um köldu puttana og tásurnar...takk fyrir mig *koss* og *knúþþþ*

...eeeen að öðru...ég var að fatta að ég á svona hlekkjaarmband og er með svona 4 hlekki í því...sem mér finnst frekar sorglegt þar sem ég er næstum búnað eiga það í ár...heilt ár! Hvað er málið með það?! Held að það sé útafþví að þegar maður á ekki kærasta þá hefur maður engann sem gefur manni gjafir svona bara út af því...sem er svo sem ágætt...fólk á ekkert að vera að eyða einhverjum pening í mann...en það væri nú samt nice að fá hlekki svona from time to time....eina fólkið sem hefur gefið mér eru Unnur, Auður og Freyja og ég mun ávallt elska þær fyrir það...og auðvitað muna eftir þeim...er það ekki annars tilgangur í svona hlekkjaarmböndum? En ég held ég fari bara að kaupa mér mína eigin hlekki...þannig er ég bæði sorgleg og pathetic og fæ bara hlekki sem mér finnst ógeðslega flottir...svo er það líka góð aðferð til að eyða pening...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: