Og hve töff er það...
...að tala finnsku?! Meeen ó meeen..ég vona að eitt af því sem ég á eftir að gera um ævina sé að læra finnsku...alger snilld...var einmitt rétt í þessu að sækja um að vinna á finnsku rokkfestivali 13.-15. júní...vonandi fæ ég það mar...finnska vinkona mín verður að vinna þar og þetta yrði nett snilld...svona meðan ég er að bíða eftir að Eva bestavinkona sé búin í prófum...svo fær maður frítt inná festivalið og frían bjór, gistingu og eitthvað annað dót...alger snilld...vinna í 2 tíma og 2 tíma frí...tjékkið á því...snillingur dagsins er einmitt finnska vinkona mín sem þýddi alla umsóknina fyrir mig hehehee...
...og talandi um töff..hve töff væri það ef ég fengi símtal frá einhverjum 3. maí og sá hinn sami væri að segja mér að hann/hún væri að koma með mér út 4. maí! Alger snilld! Og bara til að plögga þetta meira þá eru laus sæti til þennan dag...check it...
...eeen ég er alveg að deyja núna mig langar svo út...var að setja inn myndir frá costa á þessa blessuðu myndasíðu mína...reyndar á ég ekkert essar myndir...svona stolnar héðan og þaðan...en mig langar aftur í tímann núna...aftur til costa...djöfull var það suddalega gaman..held ég hafi aldrei skemmt mér svona vel á ævinni...oooo...mar verður nú að kíkja aðeins þangað áður en maður yfirgefur Spán..just for old times sake...meeen alive...
Stay black - Salinto
Engin ummæli:
Skrifa ummæli