16.4.03

Og guð minn góður...

..hvað æðri máttarvöld tóku illa á móti mér í morgun eftir mín skemmtilegu veikindi!! Byrjaði með því að ég þurfti að fara að pumpa í dekkið mitt...svo þegar ég var hálfnuð úr Breiðholtinu fann ég eitthvað skrýtið á seiði og þá var bara allt loft farið úr dekkinu..þannig að ég hljóp með hjólið um allt neðra Breiðholt...sem er believe it or not erfiðara en að hjóla...þangað til ég kom á Olís og pumpaði aftur í þetta blessaða dekk..en viti menn...er þá ekki bara stórt gat á dekkinu..þannig að ég leit í átt til Háaleitisbrautar og hugsaði með mér „hlaupa með hjól með sprungið dekk í vinnuna" og leit svo í átt að Mjódd og hugsaði „hlaupa með hjól með sprungið dekk í strætó"...og valdi seinni kostinn..og eyddi heilum 220 krónum í þristinn...sem ég hef barasta aldrei gert áður..og það var fínt...nema það kom gaur inní strætó sem ég bullaði einhvern tímann í á einhverju fyddleríi..og ég svona sveitt og sæt fór alveg í kleinu þegar hann brosti til mín og bara stillti Cure í botn og lét hugann reika...

...eeen í dag er langur dagur þó það sé ekki fimmtudagur því einhverjir snillingar í Kringlunni ákváðu að hafa fimmtudagsopnun því það er lokað á morgun...kannski sömu snillingarnir og ákváðu að hafa opið á Sumardaginn fyrsta..hver veit..hálfvitar! En eftir vinnu ætla ég að kíkja á Kringlukrána...ein...því ég er svo mikill róni ha ha ha..reyndar er hún Freyja mín að vinna þar og ætla ég að kíkja á hana...aldrei að vita nema við förum svo á eitthvað skrall..kemur í ljós...

...eeen hvernig líst ykkur annars á nýju síðuna mína? Hún er under construction akkúrat núna en þetta er allt að koma til...endilega tjáið ykkur...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: