Og þetta kalla ég blóðuga peninga...
Meeen ó meeen...fór til húðsjúkdómalæknis í gær..ég hef nú alltaf verið þekkt fyrir frekar góða húð en alltíeinu tók ennið á mér einhvern óhugnalegan kipp þannig að ég kíkti til doksa...og viti menn...þá var þetta ekki exem eins og ég hélt heldur bara bólur...alltílæ með það..ég var inni hjá doksa í góðar 2 mínútur...eða nógu lengi til að hann gæti skrifað lyfseðil og svo var það búbú...ég þurfti að borga góðar 2600 krónur fyrir þessar 2 mínútúr...ágætt tímakaup það...en þar er ekki sagan öll...svo rölti ég niðrí apótek sæl í bragði og fékk einhver krem og læti...það verða 2546 krónur....meeeen!! Hvað er það? Þannig að þessar 5 mínútur sem ég eyddi hjá lækni og apóteki til samans kostuðu mig 5000 kaddl! Hva er hann með hundraðþúsund kaddl á tímann þessi maður?! Og ekki nóg með þessi blóðugu útgjöld þá þarf ég að fara aftur eftir 2 mánuði svo hann geti séð hvernig gengur..fuck that shit sko..glætan að ég láti plokka svona af mér pening aðeins svo hann og hans fjölskylda geti farið að skíða í Aspen og keypt sér 3 nýja jeppa og sumarbústað..fussumsvei...en ég verð reyndar rosa happí ef þetta lagast og það er náttúrulega ekki hægt að verðleggja hamingju...
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli