Og í dag gráta hendur mínar...
Eins og tveir ástfangnir fuglar sem geta ekki verið saman og þurfa að lifa í bitursætum heimi...án hvors annars....þannig líður höndum mínum í dag því þær geta ei lengur fengið að spila hinn undursamlega leik sem squash er með sínum ástríka félaga...squashspaðanum mínum...já það er rétt...hann brotnaði í gær þessi elska....eftir 1 og hálfs árs notkun þá er minn elskulegi félagi farinn yfir móðuna miklu til að sjá hvað hans bíður þar...heppin er ég að systa á einmitt einn varaspaða sem hún ætlar að selja mér...en það kemur samt ekkert í staðinn fyrir hann Kormák..akkúrat ekkert...hann var svo litríkur og kom mér alltaf til að hlægja þegar ég þurfti á því að halda...en núna tekur við svartur spaði..já svartur...sem er ekkert skemmtilegt...verð bara að plögga eitthvað skærgrænt grip til að peppa hann aðeins upp...en í dag syrgjum við og bíðum eftir að hann Kormákur kólni...RIP
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli