6.1.03

Og dýrið gengur laust...

Já...þetta var sérdælis prýðileg helgi alveg hreint...byrjaði með bíóferð í lúxus með Evu og Gunna á Lord of the Rings - part II...tja...mér þykir leiðinlegt að segja það en ég varð fyrir smá vonbrigðum...mér fannst hún allavega ekki eins góð og sú fyrri...farið að sjást merki Hollywood aðeins meira í þessari og tekið oooof langan tíma í sum atriði og ekki nógan í önnur...en náttlega góð mynd þrátt fyrir það...en bara ekki eins góð og ég vonaðist eftir...þetta fær maður fyrir að fara svona seint á þessa blessuðu mynd...ojæja....svo var bara vinna vinna vinna á laugardaginn og svo kíkti ég til Elínar Aspar í smá teiti en hún er að fara til Frakklands eftir viku...snökt snökt...mar hittir hana þá ekkert meira á Hverfis því ég fer út í maí :( RIP....eftir það kíkti ég til Orms í vídjó og ég held að áætlun hans hafi verið að hræða mig til dauða því við horfðum á hræðilegustu mynd ever....The Ring..sem er ekki komin til Íslands en þið með tölvu...ég mæli með henni...reyndar vildi Ormur hafa einhvern með sér að horfa því hann þorði ekki að horfa á hana einn...sem ég skil mjöööög vel...hef sjaldan orðið svona hrædd...þurfti að keyra ein heim og allt um miðja nótt...læsti öllum hurðum og lét Nick Cave í botn...hrollur...svo bara vinna vinna vinna í gær og ég og Eva bestavinkona kíktum svo í ísbíltúr því hún er að fara aftur til Denmark á morgun...buhuhu...það eru allir að fara!! Mig langar að fara....snökt...

...En já...ammælisbarn helgarinnar er hún móðir mín sem átti ammæli á laugardaginn...orðin 52 ára gella og ekki sjést það á henni ehehehe...Til hamingu mamma! *knúsogkoss*
Stay black

Engin ummæli: