Tja...Gnarrenbúrg var á dagskrá á föstudag og þar sem ég dýrka Jón Gnarr þá auðvitað horfði ég á þennan þátt...og þó að það sé bitursætt að viðurkenna það þá bjóst ég við miklu miklu meira...buhuhu...samt er snilld að Barði sé með honum...Barði er snillingur dauðans...hann er svo fyndinn að það hálfa væri nóg!!! Þannig að mér fannst hann svona frekar halda þættinum uppi þó að þetta sé þátturinn hans Nonna...vona bara að þetta hafi verið smá byrjandaörðuleikar og næsti þáttur verði betri...annars skipti ég nafninu mínu í Lilja Barða frekar en Lilja Gnarr...og hananú!!!
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli