Fyndið hvað það þarf lítið til að gleðja fólk þegar það vinnur í svona þurri vinnu...það kom t.d. bréf frá gaur hérna sem er algert krútt...og allir hlógu því það var voðalega sniðugt og það er enn verið að tala um það....alveg heilum 6 tímum seinna...mér finnst þetta sætt og mér finnst alltaf gaman að fólki sem er nægjusamt og sem þarf lítið til að láta sér líða vel...kannski útaf því að ég er soldið þannig ....það þarf nú ekki mikið til að gleðja mig...reyndar gladdi þessi tölvupóstur mig ekkert sérstaklega því ég þekki ekki manninn og fattaði ekki djókið en tja...ég hlæ þá bara með og segi engum frá..
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli