27.9.02
Vá hvað er leiðinlegt að sjá þegar manneskja sem maður hafði einu sinni rosa mikið álit á hefur veslast upp og eyðilagt sjálfa sig í sukki og vitleysu...lítur hörmulega út og maður hálfvorkennir henni....þá fer maður að hugsa sjálfkrafa hvað maður hafi verið að hugsa þegar maður var hvað blindastur af hrifningu á þessari manneskju og hvað maður var eyðilagður þegar þessi manneskja var leiðinleg við mann...ótrúlega leiðinlegt samt hvernig sukk og vitleysa getur gjörbreytt fólki og eyðilagt það...og sama þó það finni eitthvað til að lifa fyrir þá finnur það samt þörf fyrir að drekka sig fullt uppá hvern einasta dag...svona hlutir kalla fram tár og leiðinlegar tilfinningar en á sama tíma ánægju yfir því að hafa ekki dregist niður í sama svaðið...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli