Jæja...loksins loksins...núna er ég loksins búnað heyra fyrsta singulinn af nýju plötunni með Pearl Jam sem kemur út 7.okt....þetta er stór viðburður því þessi hljómsveit er búnað vera uppáhaldshljómsveitin mín síðan ég var 11 ára...eða alveg síðan ég heyrði Black í fyrsta skiptið...það lag átti hug minn allan á þeim tíma og er enn þann dag í dag uppáhaldslagið mitt í öllum heiminum....en nýi singullinn heitir I am mine og er bara þrusulag...þó svo...with all due respect...að mér finnist að þeir hefðu átt að binda endann á þetta með Yield því ég held að enginn með réttu ráði geti sagt að Binaural hafi verið góð plata...mar segir það nú meira bara út af því að þetta er Pearl Jam og þorir ekki að fíla þá ekki því þeir eru snillingar...en mér finnst samt I am mine lofa góðu um væntanlega plötu og vonandi ná þeir sé aftur á strik...þó svo að Eddie Vedder sé komin með Fm-hnakkaklippingu....samt náttlega aðeins meira pönkaðra...en samt...sætari með síða liðaða rokkarahárið
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli