25.9.02

Jæja...bloggið eitthvað dapurt þessa vikuna...enda skapið eftir því...er samt að fara á tónleika á morgun hjá Óla tröllabarni og hljómsveitinni hans...Sein..ég lofaði að koma á morgun því ég kom ekki seinast...Sein og Suð á Vídalín annað kvöld klukkan tíu...ókeypis inn og 20 ára aldurstakmark...endilega látið sjá ykkur...og fyrir ykkur sem vitið ekki þá gengur Óli undir nafninu Óli Eldborg en ég var alveg obboslega skotin í honum hérna einu sinni..en nóg um það og meira um daginn í dag...á eftir er ég að fara að skúra gólfið í sal 6 í Veggsport með Einari pabba því hann skoraði á mig í squash...og þó ég rústi honum ekki eða græti hann þá verður systa þarna líka og þar sem hún er miklu betri en ég að spila squash þá fer hún létt með að taka hann í rassgatið þangað til honum blæðir og biður um miskunn...mouahahhaa...we´re the evil systahs....
Stay black

Engin ummæli: