3.9.02

Jæja...fyrsti dagur í megaviku Liljunnar á enda...byrjaði með geðveikt góðum squashtíma með henni Earlie Pearlie...svo lá leiðin heim í smá kvöldmatarsnarl...svo var skokkað útí Hólmasel...sem var miklu lengra en mig minnti...farið í ljós...skokkað aftur heim og þar skellti Liljan sér í sturtu...megavikan á að stuðla að því að Liljan verði flott í afmælisdressinu næsta laugardag...en ég efast um að það verði raunin...alltaf gott að stefna að einhverju...svo lengi sem markmiðin eru raunsæ...en Fancy tókst að eyðileggja daginn því hann freistaði mín með einum köldum á Hverfis...hvernig getur maður neitað því...reyndar fékk ég mér tvo og var orðin soldið hífuð...Á MÁNUDEGI for crying out loud...halló alkóhólismi!
.....já...og skráning í support hópinn okkar pabba „Hrakfallabálkar í leit að ást" stendur nú yfir hjá Liljunni og Einari pabba...enskt námskeið fer líka í gang innan skamms undir heitinu "Losers anonymous"
Stay black

Engin ummæli: