4.7.02

Well...kom með 2 Cure diska í vinnuna í dag...einn bootleg og hinn bara svona regular...ég þarf bara að horfast í augu við það núna að þessu Cure æði mun ekki linna og er ég bara nokkuð sátt við það því þetta er þægileg tónlist og textarnir eru eyrna- og augnakonfekt í sjálfu sér. Nota vil ég þetta tækifæri til að þakka Earlie Pearlie systur minni fyrir að þróa mig tónlistarlega séð í gegnum árin...án hennar hefði ég aldrei kynnst hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við The Cure, Nick Cave, Pearl Jam (sem er uppáhaldshljómsveitin mín einmitt...kem betur að því seinna), Silverchair, Violent Femmes, Smashing Pumpkins, DDE og Bjelleklang svo fátt sé nefnt.
En nú víkur sögu minni að þvílíkri harmsögu í heimi tónlistarinnar því svo virðist að Aaron nokkur Lewis úr viðbjóðnum Stained (viðbjóður að mínu mati allavega) hefur tekið uppáhaldslagið mitt í öllum heiminum, með einmitt Pearl Jam (snillingar!), keflað það niður, rimmað það aðeins með smá rjóma og hreinlega riðið því í rassgatið og það er byrjað að fossblæða...þetta er einmitt lagið Black sem hann ekki aðeins jarmar til að reyna líkjast Eddie Vedder heldur meira að segja getur ekki einu sinni farið rétt með textann bölvaður! Ég efni til landsmótmæla á morgunn, föstudaginn 08.04 2002 á Ingólfstorgi stundvíslega kl. 06.30...mæting með þokulúðra og þess háttar æskileg...Pearl Jam aðdáendur allra hverfa sameinist!
Stay black

Engin ummæli: