3.7.02

Jæja...mætt í vinnuna og vikan er hálfnuð...sem þýðir bara að stutt er í jamm helgarinnar!! :) Ég fer líklegast út á lífið með Evu bestuvinkonu og nokkrum krökkum sem ég var að vinna með...það verður stuð maður vúhú!
En gærdagurinn var bara nokkuð góður sko...fór í permanent og klippingu og bara nokkuð sátt...ég fór náttúrulega á Wink hár og sól (sem er besta besta besta stofan...og nei ég er ekki á prósentum *hóst* *hóst*) eins og alltaf en hárgreiðslukonan mín var útí Malaga að læra spænsku!! (drepa hana...JÁ!)...en systir hennar did me instead...tíhí...og það var alveg frábært...var næstum sofnuð í hárþvottinum þetta var svo nice.
Svo bara skundaði ég heim á leið eftir 2 tíma í hárgreiðslu og henti einhverju í mig (að borða that is) og skellti mér svo í squash með eldri systur minni sem er nýkomin frá Noregi...við erum báðar staðráðnar í því að losna við nokkur aukakíló...helst þó öll...dreymdi einmitt mestu sick martröð...ég undirstrika martröð í gærnótt sem gerði mig hrædda um að ég væri að verða einhver plebbi...mig dreymdi að ég hefði fengið mér svona hersheys koss...því ég reyni bara að borða nammi á laugardögum...þetta getur ekki verið góð þróun...halló þráhyggja!
En jæja...eftir alveg prýðilegan squash tíma þá fórum við heim og þá beið mín eitt það mest pirrandi sem ég veit...að vera með missed call og það er eitthvað secret number (eða withheld eins og síminn kýs að kalla það...go ericsson!)...urrr....fólk á ekkert að vera með solleis!
Svo beið ég eftir systu í góðan klukkutíma eftir að horfa á vídjó (any given sunday) og svo loksins þegar hún var búin að koma sér fyrir þá náttlega steinrotaðist ég og mamma vakti mig svo og rak mig inní rúm...ég þoli það ekki enda varð ég nett pirruð...sorrý mútta! tíhí
En hápunktur dagsins var án efa þegar ég var að keyra heim af Wink geðveikt ánægð með hárið og lífið þegar ég lét á sterio 89,5 sem ég geri mjög sjaldan og þá akkúrat byrjar það snilldarlag....rhytm is a dancer með snap sem minnti óneitanlega á Oliver´s á Costa...írskan kareoke bar sem við Íslendingarnir rústuðum...samt meira með Mr. Vain courtesy of Gummi Jóh og ekki má gleyma MC Guðjóni og Ms. Jackson sem Jói Jökull og Ebbi jörðuðu og gellan sem stjórnaði fékk bara ekki nóg af þessum kyntröllum frá Íslandi!
En...back to work...þarf að vinna upp nokkuð marga tíma fyrir Costa ferðina :)
Stay black :)

Engin ummæli: