Úff hvað væri gaman að koma heim úr vinnunni á eftir klukkan hálf tíu og fá eitthvað svona óvænt...elska eitthvað svona óvænt frá einhverjum...það þýðir bara að einhver er að hugsa um mann...það þarf varla að vera neitt...allir smáhlutir skipta máli...margir smáhlutir skapa eina stórkostlega heild...en ætli ég eyði ekki 4. kvöldinu í röð í leti og vídjógláp...á ennþá eftir að klára Notting Hill síðan í gær...spurning hvað maður gerir...
Svo er breytt plan fyrir helgina núna...ég og Eva bestavinkona ætlum ekki að djamma með vinum mínum heldur förum við í partý til Eddu bestuvinkonu hennar þar sem ég ætla að þamba screwdriver eins og mér sé borgað fyrir það því það er svo gott...og hrynja svo í það...vonandi verður stefnan tekin niður í bæ...er ekki í skapi þessa dagana fyrir kojufyllerí...en það getur svo sem verið klassískt stundum...endurtek stundum...í réttum hópi
En ætli maður verði ekki að einbeita sér að vinnunni því sumir misgáfaðir starfsmenn (nefni engin nöfn) ónefnds fyrirtækis (sem ég er að vinna hjá by the way) eiga sér ekkert líf og lesa því síðuna mína og senda mér skemmtileg mail...takk Gísli minn...þú ert ágætur...æj já...ég ætlaði ekki að nefna nein nöfn...ó well...I lied...oopsa daisy
Stay black
Engin ummæli:
Skrifa ummæli