17.7.02

Rigningin...
Já..hér sit ég við skrifborðið mitt og aðeins nokkrar mínútur þangað til ég skunda mér heim og í Veggsportið mitt ...ég horfi útum gluggann og sé rigningardropana dynja á rúðunum...og ég hugsa...þetta er yndisleg jörð...ég elska rigningu og það er nú bara þannig...mér finnst rigning alltaf tákna eitthvað gott og upphaf á einhverju nýju og betra...en lífið getur svo sem ekki orðið mikið yndislegra en það er...nema kannski ef maður myndi ná að redda sér einhverju svona boytoy..mouhahahaha...segi svona...
En í kvöld er stefnan tekin á heimsókn til Evu bestuvinkonu í Selás-hverfinu sem ég vil kalla Árbæ en allir aðrir Selás...rugl og vitleysa...við tökum því bara rólega því á morgunn verður sko slammað og stage dive-að á Jet Black Joe tónleikum á Nasa því ég var að vinna 2 miða á þá...ég er að hugsa um að bjóða Nurse Óla með mér því við vorum eiginlega búnað ákveða að fara..fannst nú bara sanngjarnt að deila heppni minni með honum...kannski hann nái þá að draga Fancy og Össa með..hver veit hver veit...
En...vinna smá áður en haldið er heim á leið...
Er búið að prumpa á þessa vefsíðu?
Stay black

Engin ummæli: