26.8.05

...Og ég...

...drap flugu af hreinskærri illsku áðan er ég var að skreyta afmæliskökuna hennar Evu...hún á afmæli í dag...hún á afmæli í dag...hún á afmæli hún Eva...hún á afmæli í dag...

...en aftur að flugunni...þá drap ég hana því ég þoli ekki flugur og er í raun skíthrædd við þær...en þessi fluga...venjuleg húsfluga...var búin að sveima í kringum mig og kökuna í dágóðan tíma...síðan settist hún á borðið og þá greip ég tækifærið og drap hana með blaði frá Toyota á Íslandi...

...ég horfði á flugulíkið smurt á borðið og var næstum því farin að gráta...mig langaði að lífga fluguna aftur við og biðjast fyrirgefningar...ég gat ekki nærri því strax tekið hana af borðinu með tissjú og hent henni heldur leyfði ég líkinu að kólna...og allan tímann sem það kólnaði þá þorði ég ekki að snúa baki í það því ég hélt án gríns að flugan myndi lifna við...þúsundfaldast í stærð og kremja mig með þessu sama Toyota bréfi...það hefði verið kaldhæðni í lagi...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: