...Og ég var búin að gleyma...
...hvað er gaman að fara inn í dótabúð...
...fór í dótabúð til að finna gjöf handa uppáhaldsfrænku minni, henni Glódísi, sem verður eins árs 28. ágúst, daginn áður en ég fer út...
...það er ekkert smá skemmtilegt að týna sér í öllu frábæra dótinu sem er á markaðinum og hreint út sagt svindl að maður sé ekki krakki lengur...það er miklu skemmtilegra svo ég tali nú ekki um auðveldara...
...eeeeen ég var síðan hressilega minnt á af hverju það er líka ódýrara að vera fullorðin þegar ég sá verðmiðann á gjöfinni sem ég fann handa Glódísi...heilar sex þúsund krónur...hvað er það? Fyrir eitthvað ómerkilegt dót...reyndar mjög merkilegt dót en samt dót...nú heldur leitin áfram að hinni fullkomnu gjöf handa fullkominni stelpu...
...annars keyptum við ektamaðurinn digital myndavél í gær...gaman gaman...var að prófa hana áðan og líst vel á...maður verður nú að minna á sig þegar maður býr margar sjómílur í burtu...
...en þessi mánuður einkennist af skylduútgjöldum og peningum...já peningum...aldrei hefði mér dottið það í hug...fékk náttúrulega fyrstu Bananas greiðsluna og loksins loksins greiðslu frá Eskimo fyrir auglýsingu sem ég lék í fyrir heilum fjórum mánuðum...hressir strákarnir á Eskimo...en ótrúlegt hvað þessir nokkru þúsundkarlar gátu huggað mig í peningaáhyggjum þar sem sama dag og ég fékk peninginn fór ég í Íslandsbanka og gekk frá þriggja milljón króna láninu mínu...ójá...eins gott að ég komi í DV einhvern daginn sem tekjuhæsta kona landsins...hefði allavega ekkert á móti að hafa tuttugu milljónir í mánaðarlaun...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli