...Og áðan...
...ætlaði ég í Bónus í Kringlunni en á síðustu stundu skipti ég um skoðun og fór á Laugaveginn í staðinn...
...ég sá aldeilis ekki eftir því...rétt áður en ég gekk inn í Bónus stoppaði eldri maður mig sem reyndist vera Clint Eastwood...honum leist svona voðalega vel á það sem hann sá og bauð mér aðalkvenhlutverkið í nýjustu mynd sinni, Flags Of Our Fathers, og skipti Angelinu Jolie út fyrir mig...því næst kynnti hann mig fyrir Christian Bale á 101 hótel...Christian leist lika ansi vel á það sem hann sá, skildi við konu sína med det samme og ég ætti ekki að þurfa að segja það en við enduðum í ástaratlotum...
...aaa ef lífið væri svona gott...nei...en það var samt gaman að fara Laugaveginn því ég hitti Siggu sætu sem er að vinna með mér en er í barnseignarleyfi þannig að ég er ekki búin að sjá mikið af henni...svo hitti ég líka Halla flippaða kvikmyndatökumann sem var í stuðinu...svo talaði ég við Íris Crazyness sem plataði mig á fyllerí á edrú helginni minni...ótrúlegt...það er gaman á Laugaveginum...
Stay black - Salinto!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli