29.6.05

...Og annað kvöld...

...eru það Duran Duran tónleikarnir með aldeilis fríðu föruneyti...ektamaðurinn kemur auðvitað með...báðar systurnar...Íris Huggie Banani og vonandi Svampa Gumm...sem gengur dagsdaglega undir nafninu Svampan...

...annars hljóp ég út í vinnu áðan til að ná í hjólið mitt og uppgötvaði að ég er í engu hlaupaformi enda búin að leggja hlaupabrettið á hilluna og einbeiti mér allri að spinning...sem er yndisleg íþrótt...

...síðan hafa allir sem ég hef hitt rómað Bananas innskotið okkar Írisar í Kvöldþættinum...ekki spillti fyrir frábært viðtal í DV í gær...gaman að þessu...vonandi náum við að standa undir væntingum og hafa innskotin alltaf voðalega skemmtileg...ég held að við getum það alveg...því við erum jú frábærar...æðislegar...meiriháttar...svo ekki sé minnst á fallegar...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: