22.5.05

...Og alltaf þegar ég segi fólki...

...að ég sé að fara að læra leiklist þá finnst því það rosalega merkilegt og játa að það sé draumur þess og hafi verið í langan tíma...magnað...ég hélt að fáir deildu þessum draumi með mér...vonandi láta bara sem flestir drauma sína rætast...það er notaleg tilfinning...þó hún sé bæði ógnvekjandi og góð...

...en næst á eftir dramajátningunni kemur spurningin sem ég er orðin mjög leið á - "Fer ektamaðurinn með þér?"...BAAA...eins og það skipti ekkert annað máli...og bara til að láta alla vita þá er það óráðið...there...stop asking...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: