24.1.05

...Og dansinn heldur áfram...

...þriðja vikan af dansnámskeiðinu er að byrja og ég fíla það vel...ekki spillir svo fyrir að Pétur nokkur Blöndal alþingismaður er að hrista sig með okkur stelpunum...ég kalla hann góðan...

...en það er eitthvað svo ótrúlega fyndið og jafn ótrúlega sorglegt að horfa á þennan mann í þessum tíma...fyrsta lagi kann hann ekki að hreyfa sig sem er svo sem allt í lagi...efast um að ég sé mikið skárri í mjaðmahnykkjum en hann...en svo bara er hann eitthvað hálf ógó lógó...held hann sé með gráa fiðringinn á háu stigi...mætti í stuttum þröngum hjólabuxum í tímann í dag...hvað er það?! Hef síðan heyrt að hann eigi dansgólfið á NASA um helgar þannig að kannski er hann að æfa sig...maður getur ekki alltaf verið með sömu sporin á djamminu...en að sjá þennan mann fara í splitt og gera hip hop moves er ekki málið...hann er eins og gamall órangúti sem er að elta sinn fyrsta GSM síma...órangútinn er þá Blöndalinn og GSM síminn flotti danskennarinn...sad little man...

...annars er það karókí keppni 4. febrúar sem ég og Íris pæja erum að skipuleggja, við syngjum líka í henni og verðum með skemmtiatriði...ætli fólk fari nokkuð að fá leið á okkur? Naaaa...en þetta verður massastuð...á Ölver...en í fyrra var keppnin 5. feb á Shooters í Kópavogi...þar sem leiðir mín og ektamannsins lágu saman...vá...it´s been a year already...úff...time flies when you´re having fun and are in love...en ég og Íris erum búnar að redda killer stjörnudómurum og það stefnir allt í frábært partí...á morgun fer ég að sauma búninga fyrir atriðið okkar þannig að þetta er allt að smella saman...
Stay black - Salinto!

Engin ummæli: